Ragnar er með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti Íslands.
Ragnar er fæddur í Reykjavík 22. mars 1966. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og lauk embættisprófi frá Lagadeild Háskóla Íslands í febrúar 1995. Hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum í mars 1996 og fyrir Hæstarétti Íslands í desember 2007.
Ragnar starfaði sem fulltrúi á lögfræðistofu frá febrúar 1995 til september 1998 en stofnaði þá eigin lögmannsstofu, Lögfræðistofuna Lagalind ehf. Vorið 2006 sameinaðist Lagalind, Lögheimtunni og Pacta og starfaði Ragnar þar til ársins 2018 eða þar til hann stofnaði nýja lögmannsstofu, LXP Legal.
Ragnar hefur mikla reynslu af ráðgjöf og rekstri dómsmála á mörgum sviðum lögfræðinnar bæði fyrir einstaklinga og lögaðila. Má þar nefna rekstur fjölda dómsmála vegna galla í fasteignakaupum, lausafjárkaupum, skaðabótamála og almennrar réttargæslu á sviði fjármunaréttar. Ragnar hefur starfað fyrir lífeyrissjóði um langt árabil, bæði við sérhæfða lögfræðiráðgjöf vegna sameininga lífeyrissjóða, breytinga á samþykktum, innheimtu ofl. Þá hefur Ragnar lengi starfað fyrir fjármálafyrirtæki við sérhæfða lögfræðiráðgjöf.
Árið 2015 hóf Ragnar mastersnám í Íþróttarétti (Sports Law) við De Montfort háskóla í Leicester í Englandi. Hann lauk náminu árið 2018 og útskrifaðist “LLM in Sports Law and Practise” sumarið 2018. Með náminu og eftir það hefur Ragnar aðstoðað atvinnumenn í íþróttum hérlendis og erlendis við lausn ýmissa mála. Hann hefur aðstoðað umboðsmenn íþróttamanna, íþróttafélög og farið með hagsmuni aðila fyrir dómstólum íþróttasambandanna og Lyfjadómstól ÍSÍ. Þá hefur Ragnar aðstoðað íþróttafélög við að fá erlenda leikmenn og þjálfara til liðs við sig. Ragnar hefur til viðbótar flutt fyrirlestra á sviði íþróttaréttar á ráðstefnum, m.a. á hinni alþjóðlegu “Gender and Sport” ráðstefnu Háskólans í Reykjavík. Þá hefur Lögrétta birt ritrýnda fræðigrein Ragnars um “Kynbundnar takmarkanir á þátttökurétti í íþróttum”. Ennfremur hefur Ragnar kennt Íþróttarétt við Háskólann í Reykjavík.